|
|
2001 |
1. | Ekki trúa á það versta |
2. | |
3. | Ég var þar |
4. | Logandi ljós |
5. | Betri en ekki neinn |
6. | Nú liggur á |
7. | Hinn eini sanni |
8. | Syndir |
9. | Um svala nátt |
10. | |
11. | Að lokum |
|
. . .
|
|
. . .
|
|
Flæði
einskonar æði
líkt og mér blæði
en þó engin und
Tregi
ég tala en þegi
að nóttu og degi
ég vart festi blund
Og hún opnar
í hjarta mér gáttir
verður þess valdandi að maður missir áttir
Þett' er ólýsanleg tilhneiging
þett' er undursamleg tilfinning
Straumur
öflugur flaumur
minn stóri draumur
fundin mín fjöl
Gjafi
líkt og mér hafi
tekist úr kafi
að komast á kjöl
Og hún opnar
í hjarta mér gáttir
verður þess valdandi að maður missir áttir
og hún vekur
í huganum neista
lyftir mér upp án þess að hafa hugmynd um það
Þett' er ólýsanleg tilhneiging
harla ólíkt því sem var
þett' er undursamleg tilfinning
Ef þú brosir nú við mér
mun ég margfalt launa þér
Viltu brosa, Sól, við mér?
Ég mun endurgjalda þér
Brostu Sól, brostu Sól,
ég mun margfalt launa þér.
Viltu, Sól, viltu brosa?
Ég mun endurgjalda þér
. . .
|
|
. . .
|
|
. . .
|
|
. . .
|
|
. . .
|
|
. . .
|
|
. . .
|
|
. . .
|
|
Þegar allt er gengið niður
og þankarykið sest á ný
heyrist kunnuglegur kliður,
úti er friður,
ró fyrir bí.
Það er víst of fljótt að fagna,
fokið er í skjólin flest.
Hratt og vel ég reiði magna,
þau munu þagna.
Sólin er sest.
Þá trúi ég og treysti' á það
að takist eins og stefnt var að,
við fáum hugi sameinað
á nýjum stað.
Ég trúi því að nú sé lag,
það komi tíð með bættum hag
og dagur eftir þennan dag
á nýjum stað.
Nú treysti ég á þig.
Þú treysta mátt á mig.
Í fjarskanum er felustaður,
forlaganna höfuðból.
Það veit að vísu enginn maður
hvers það er hagur,
hver þar á skjól.
Allt í einu gerist undur,
á ögurstundu hetjudáð.
Sannarlega náðarmundur
en eftir sem áður
dýr eru ráð.
Þá trúi ég og treysti' á það
að takist eins og stefnt var að,
við fáum hugi sameinað
á nýjum stað.
Ég trúi því að nú sé lag,
það komi tíð með bættum hag
og dagur eftir þennan dag
á nýjum stað.
Nú treysti ég á þig.
Þú treysta mátt á mig.
Ég trúi því að nú sé lag
senn komi tíð með bættum hag
og dagur eftir þennan dag
á nýjum stað.
Þá trúi ég og treysti' á það
að takist eins og stefnt var að
við fáum hugi sameinað
á nýjum stað.
Ég trúi því að nú sé lag,
það komi tíð með bættum hag
og dagur eftir þennan dag
á nýjum stað.
Nú treysti ég á þig.
Þú treysta mátt á mig.
Nú treysti ég á þig.
Þú treysta mátt á mig.
. . .
|
|
. . .
|
|